Manchester United hefur staðfest kaup sín á Harry Maguire frá Leicester. Hann skrifar undir sex ára samning, með möguleika á sjöunda árinu.
Maguire kostar United 80 milljónir punda, hann verður þar með dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans.
Maguire er 26 ára gamall og hefur staðið sig vel með Leicester og enska landsliðinu.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United lagði mikla áherslu á að fá Maguire.
Á síðustu leiktíð vann Maguire 78 prósent af einvígum í loftinu, það er meira en allir. Það er þremur prósentum meira en Virgil van Dijk hjá Liverpool.
78% – Harry Maguire won 78% of his aerial duels in the 2018-19 Premier League season; a better success rate than any of the 205 other players to be involved in 50+ aerials in the competition, just ahead of Virgil van Dijk (75%). Slab. pic.twitter.com/SK0OVlUHU6
— OptaJoe (@OptaJoe) August 2, 2019