Liverpool er að ganga frá samningi við Adrian, fyrrum markvörð West Ham ef marka má ensk blöð í dag.
Simon Mignolet er að fara heim til Belgíu og mun skrifa undir samning við Club Brugge.
Liverpool vantar því varaskeifu fyrir Allisson en Adrian er án félags.
Samningur Adrian við West Ham, rann út í sumar en nú stefnir í að hann skrifi undir á Anfield.
Adrian er 32 ára gamall en þar sem hann er án félags, þarf Liverpool ekki að semja við hann áður en félagaskiptaglugginn lokar, á fimmtudag.