Wayne Rooney er í viðræðum við Derby um að snúa aftur til Englands. Hann yrði þá spilandi aðstoðarþjálfari.
Telegraph segir frá en Derby er í næst efstu deild, ár er síðan Rooney fór til DC United í Bandaríkjunum.
Philipp Cocu tók við sem þjálfari Derby á dögunum, hann hefur áhuga á að fá Rooney til Englands.
Rooney hefur áhuga á þessu, hann vill fara í þjálfun þegar ferill hans er á enda.
Sagt er að Rooney horfi á þetta sem gott skref inn í þjálfun en síðan hefði hann áhuga á að starfa hjá Manchester United.