Zenit frá Pétursborg í Rússlandi keypti Malcom, frá Barcelona í síðustu viku. Félagið greiddi 37 milljónir punda.
Það eru 5,5 milljarðar íslenskra króna en núna gæti svo farið að Malcom, verði strax seldur.
Stuðningsmenn Zenit komu með borða á fyrsta leik Malmcon, þar sem því var mótmælt að félagið væri að kaupa leikmann, sem væri dökkur að hörund. Þeir krefjast þess að hann verði seldur.
Talsverð hefð hefur verið í sögu Zenit að hafa aðeins hvíta leikmenn, sú hefð hefur þó verið að deyja síðustu ár.
Stuðningsmenn Zenit segjast ekki vera með kynþáttafordóma heldur aðeins vilja halda í hefðir.