Danny Murphy, sérfræðingur BBC spáir því að Liverpool verði loks enskur meistari á þessari leiktíð.
Leiktíðin hefst í dag þegar Liverpool og Manchester City mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
Deildin hefst svo um næstu helgi en Murphy telur að sitt gamla félag, klári loks dæmið.
Hann spáir því einnig að Chelsea og Arsenal muni missa af Meistaradeildarsæti í ár, Manchester United nái að komast þar inn.
Murphy spáir því að Norwich, Brighton og Sheffield United falli úr deildinni.