Donny van de Beek miðjumaður Ajax hefur staðfest að Real Madrid sé að reyna að kaupa sig.
Van de Beek var öflugur með Ajax í fyrra en kaupi Real Madrid hann, gæti félagið hætt við Paul Pogba.
,,Það er rétt að Real Madrid er í viðræðum við Ajax, ég get ekki sagt meira,“ sagði Van de Beek.
,,Umboðsmaður minn hefur rætt við Real Madrid, það er frábært félag. Ajax er líka frábært félag.“
,,Við sjáum hvað gerist.“