Ensk blöð fjalla um það í dag að reiði sé í herbúðum Manchester United, félagið telur sig vera notað.
Ótrúlega margir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið í sumar, meira en góðu hófi gengir að mati féalgsins.
Þannig telja forráðamenn United að umboðsmenn noti félagið til að kveikja áhuga.
United reynir að styrkja lið sitt en félagið telur að umboðsmenn noti United, til að reyna að koma leikmönnum annað.
Þannig hefur United aldrei boðið í Bruno Fernandes, miðjumann Sporting. En endalausar fréttir hafa verið um slíkt.