fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Alvarleg meiðsli ástæða þess að Garðar þarf að hætta: Flytur til Ítalíu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Gunnlaugsson, hefur líklega spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Ástæðan eru slæm meiðsli í baki.

Garðar gekk í raðir Vals frá ÍA fyrir tímabilið en lengi vel lék hann sem atvinnumaður.

Garðar hefur lítið getað spilað vegna brjósklos í neðra baki. ,,Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr,“ skrifar Garðar á Instagram.

Fyrr í sumar gerði Garðar upp feril sinn í ítarlegu viðtali, það má heyra hérna.

Færsla Garðars:
Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur.
Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.
Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr.
Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli❤️ Love GG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi