Manchester United vann sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni í æfingaleik sem var að ljúka. Leikið var í Wales.
Marcus Rahsford og Jesse Lingard skoruðu mörk United í venjulegum leiktíma en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Þá var farið í vítaspyrnukeppni en allir skoruðu nema Daniel Maldini, sonur Paulo Maldini fyrir AC Milan.
Það var Daniel James sem skoraði sigurmarkið en hann kom til félagsins í sumar frá Swansea.