Andrea Dossena fyrrum leikmaður Liverpool efast um að það sé rétt skref fyrir Paulo Dybala að fara til Manchester United.
Dybala veltir því fyrir sér að ganga í raðir Manchester United, frá Juventus. Hann færi í skiptum fyrir Romelu Lukaku.
,,Þetta er í hausnum á honum, hann er að velta því fyrir sér hvort það sé rétt skref að fara frá Juventus til Manchester United,“ sagði Dossena.
,,Þetta er ekki einfallt, að fara frá Juventus er erfitt.“
United hefur verið í vandræðum síðustu ár. ,,Ef hann hefði getað farið til Liverpool eða Manchester City, þá hefði hann farið strax.“