Lionel Messi, fyrirliði Argentínu má ekki spila með landsliðinu næstu þrjá mánuði.
Messi var skellt í bann eftir að hafa sagt að Suður Ameríkukeppninn væri ekki heiðarleg, hann sakaði þá um spillingu.
Atvikið átti sér stað eftir að Mesi var rekinn af velli gegn Síle í leik um þriðja sætið. Hann sagði að allt hefði verið gert svo Brasilía myndi vinna.
Messi fékk einnig 50 þúsund dollara í sekt en bannið er þó ekki svo slæmt, Messi missir aðeins af æfingaleikjum í september og október.