fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Klopp segist ekki vera að búa til afsökun: Ósáttur og útskýrir af hverju

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 3. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það verður einhver að fara að eiga þetta samtal,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. Hann er ósáttur með það að enska úrvalsdeildin fari af stað næstu helgi.

Það er tveimur vikum á undan deildinni á Ítalíu og Klopp skilur ekki af hverju, boltinn á Englandi fer að rúlla af stað, svona snemma.

,,Ég talaði við Carlo Ancelotti (Þjálfara Napoli), þar eru líka tuttugu lið en þeir byrja 24 ágúst. Koulibaly sem lék með Sadio Mane í Afríkukeppninni, fær fjögurra vikna sumarfrí. Hann er ekki nálægt því að snúa aftur.“

Mane er mættur til æfinga en er smávægilega meiddur, hann fékk lítið frí og Klopp er ósáttur.

,,Ég veit ekki af hverju við byrjum svona snemma, á næsta ári er EM og Suður-Ameríkubikarinn. Byrjum við þá fyrr en allir?.“

,,Ég veit ekki af hverju þetta er svona, enska úrvalsdeildin er frábær. Það munu allir horfa, við þurfum ekki tvær vikur þar sem ekki neinn annar fótbolti er. Það er ekki í lagi, ég elska fótbolta en við verðum að hugsa um leikmennina, það gerir það enginn.“

,,Fólk segir að ég sé að leita að afsökun, það er ekki þannig. Við þurfum að hugsa um þessa hluti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana

Enn einn leikmaðurinn samdi við nýliðana
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband

Svakaleg hópslagsmál brutust út og menn létu höggin dynja á hver öðrum – Myndband
433Sport
Í gær

Magnús ósáttur og skorar á dómara

Magnús ósáttur og skorar á dómara
433Sport
Í gær

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum