Cyrus Christie, varnarmaður Fulham á Englandi er brjálaður eftir að systir hans var kýld á leik liðsins í dag.
Fulham tapaði gegn Barnsley í fyrsta leik tímabilsins í Championship deildinni.
Christie var mjög reiður eftir leik en það var stuðningsmaður Fulham sem kýldi systir hans.
,,Ég vona að þið séuð stolt af heðgun ykkar, maðurinn sem ákvað að kýla systur mína og kona hans sem ákvað að réttlæta hegðun hans, með rasískum ummælum. Vonandi líður þér vel, stóri karl,“ skrifaði Christie.
,,Þú færð það sem þú átt skilið.“
,,Sama hvað þér fannst um úrslitin, þá var hegðun þín skammarleg.“
Ljóst er að lögreglan mun taka málið fyrir enda öll tegund af ofbeldi fordæmd á knattspyrnuvöllum.