Harry Maguire er loks á leið til Manchester United samkvæmt frétum á Englandi.
Sagt er að Leicester hafi samþykkt 80 milljóna punda tilboð félagsins í Maguire í gær.
Þar er með sögu sumarsins að ljúka en félögin hafa lengi átt í viðræðum, Maguire hefur viljað fara til United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United vill fleiri leikmenn inn. Líkur eru á að félagið skipti á Paulo Dybala og Romelu Lukaku.
Þá segir Independent frá því í dag að United reyni nú að sannfæra Tottenham um að selja sér Christian Eriksen. Sá danski vill fara frá Spurs, hann á ár eftir af samningi. Tottenham gæti því neyðst til að selja hann, annars eru allar líkur á því að Eriksen fari frítt frá félaginu.