Real Madrid er byrjað að skoða það fá Donny van de Beek, miðjumann Ajax. Félaginu vantar liðsstyrk á miðjuna. Hollenskir miðlar segja frá en Real Madrid hefur verið að reyna að fá Paul Pogba í sumar.
Manchester United vill ekki missa sinn verðmætasta leikmann, sem vill þó fara frá félaginu.
Ef Real Madrid tekst ekki að fá Pogba er ljóst að félagið skoðar aðra kosti, þar er sagt að Donny van de Beek sé efstur á blaði. Van de Beek var öflugur í liði Ajax í fyrra en hann er sagður kosta um 50-60 milljónir evra.
Samkvæmt miðlum á Spáni fara þessi tíðindi illa í Zinedine Zidane, hann vill Pogba. Hann er sagður á leið í stríð við stjórn félagsins, til að fá samlanda sinn til félagsins.