Harry Maguire er loks á leið til Manchester United samkvæmt frétt Telegraph.
Sagt er að Leicester hafi samþykkt 85 milljóna punda tilboð félagsins í Maguire í morgun.
Þar er með sögu sumarsins að ljúka en félögin hafa lengi átt í viðræðum, Maguire hefur viljað fara til United.
Hann verður þar með dýrasti varnarmaður í sögu fótboltans, Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir Virgil Van Dijk, fyrir einu og hálfu ári.
Líklegt er að Maguire klári félagaskipti sín um helgina ef marka má frétt Telegraph.