Cristiano Ronaldo hefur ráðlagt Paulo Dybala samherja sínum hjá Juventus, að ganga í raðir Manchester United.
Dybala veltir því nú fyrir sér hvort það sé rétt skref á ferli hans að fara til Englands.
Manchester United og Juventus hafa náð saman um að skipta á Romelu Lukaku og Dybala. Sóknarmaðurinn frá Argentínu skoðar nú stöðuna.
Það sem vinnur gegn United er að félagið er í Evrópudeildinni en félagið getur hins vegar boðið honum hærri laun.
Sagt er að Dybala hafi leitað ráða hjá Ronaldo í gær, hann á að hafa tjáð honum að fara til United. Stutt væri í að sigurganga félagsins myndi hefjast aftur, eftir erfið sex ár.