fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Bjarni hjólar í stjórnvöld: Alltof langur blundur – „Bjórdrykkja hafði eng­in áhrif á ungviðið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. ágúst 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Helgason, blaðamaður á Morgunblaðinu sendir stjórnvöldum á Íslandi, væna pillu í blaði dagsins. Þar segir hann að þungt regluverk hamli íslenskum íþróttafélögum.

,,Ég skellti mér á Vík­ings­völl 29. júlí síðastliðinn þar sem Vík­ing­ar fengu Breiðablik í heim­sókn í 14. um­ferð deild­ar­inn­ar. Vík­ing­ar voru í fallsæti fyr­ir leik­inn, liðið hafði ekki unnið leik síðan 23. júní, á meðan Breiðablik vann síðast deild­ar­leik 22. júní síðastliðinn gegn lé­leg­asta liði deild­ar­inn­ar. Samt var stúk­an troðfull af stuðnings­mönn­um beggja liða sem voru dug­leg­ir að öskra á dóm­ar­ann (áhuga­mál sem virðist vera mjög ein­kenn­andi fyr­ir ís­lenska stuðnings­menn),“ skrifar Bjarni í blað dagsins.

Bjarni segist hafa orðið var við bjór í stúkunni í Víkinni, flest félög eru byrjuð að selja bjór, þrátt fyrir að það sé í raun bannað.

,,Leik­ur­inn var hin besta skemmt­un og alls voru fimm mörk skoruð, þar af þrjú á þriggja mín­útna kafla í síðari hálfleik. Það var 18° stiga hiti í Foss­vog­in­um á mánu­dag­inn, logn og glamp­andi sól. Það var líka verið að grilla ham­borg­ara í Vík­inni og ein­hverj­um til mik­ill­ar mæðu var hægt að kaupa sér mjöð á staðnum líka. Það voru fáir sem stóðust þá freist­ingu að fá sér einn kald­an í stúk­unni á meðan þeir fylgd­ust með leikn­um. Hvað með börn­in? hugsaði ég.“

Bjarni segist ekki hafa orðið var við það að unga fólkið hafi fengið kvíðakast, við að sjá fólk fá sér einn bjór.

,,Mér til mik­ill­ar undr­un­ar virt­ist þetta hafa lít­il sem eng­in áhrif á ungviðið sem var einnig mætt á völl­inn til þess að styðja sitt lið. Um­gjörðin í kring­um liðin á Íslandi er alltaf að batna. Áfeng­issala í góðu hófu er frá­bær fjár­öfl­un fyr­ir fé­lög­in og það er mér gjör­sam­lega óskilj­an­legt af hverju þetta er ekki bara full­kom­lega lög­legt.“

Bjarni segir regluverkið á Íslandi hamla því að íþróttafélög safni sér fjármunum.

,,Það eru of mörg reglu­verk hér á landi sem hafa hamlað fram­gangi ís­lenskra íþrótta­fé­laga á und­an­förn­um árum, bæði hvað varðar fjár­öfl­un­ar- og aug­lýs­inga­tekj­ur. Von­andi fara stjórn­völd að vakna af þess­um allt of langa blundi og huga að því sem skipt­ir raun­veru­lega máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Í gær

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn kveður Víking

Fyrirliðinn kveður Víking