Eins og flestir vita þá verður myndbandstæknin VAR notuð í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Knattspyrnuaðdáendur eru með skiptar skoðanir þegar kemur að VAR en það var notað á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra.
Stærstu deildir heims eru allar byrjaðar að nota þessa tækni og ákvað England að taka sama skref.
Í kvöld er útskýrt hvernig VAR mun virka í úrvalsdeildinni og verður það aðeins öðruvísi en annars staðar.
Dómarar geta notað myndbandstæknina til að skoða umdeild atvik en mega þó aðeins skoða hvert atvik þrisvar sinnum.
Það er regla sem er sett til að koma í veg fyrir að VAR tefji leikina að óþörfu sem hefur verið galli að margra mati.