Chelsea skoraði fimm mörk í æfingaleik í dag en liðið spilaði við austurríska liðið RB Salzburg.
Nýi maðurinn Christian Pulisic átti flottan leik í 5-3 sigri Chelsea og skoraði tvö í fyrri hálfleik.
Fallegasta mark leiksins skoraði þó vængmaðurinn Pedro á 57. mínútu leiksins fyrir Chelsea.
Pedro kom Chelsea í 4-1 með trylltu marki en hann átti þá magnaða hælspyrnu á lofti eftir sendingu Ross Barkley.
Sjón er sögu ríkari..
oh my goodness gracious pic.twitter.com/uNHL76p3vv
— b²³ (@arsenalistrator) 31 July 2019