Þór og Víkingur Ólafsvík áttust við í Inkasso-deild karla í kvöld en leikið var á Þórsvelli á Akureyri.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en það var mikill hiti á vellinum og fengu mörg gul spjöld að fara á loft.
Alls fóru níu gul spjöld á loft og eitt af þeim fékk markvörðurinn Franko Lalic sem spilar með Víkingum.
Lalic bauð einnig upp á vandræðalegan leikaraskap eftir stutt viðskipti við leikmanns Þórs.
Lalic ákvað að henda sér í grasið haldandi um hausinn fyrir framan dómara leiksins.
Sjón er sögu ríkari.
— Ásgeir Daði (@asgeirdadi) 30 July 2019