Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, fór ekki úr eigin húsi í 10 daga eftir tap gegn Liverpool í júní.
Liverpool og Tottenham áttust við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það fyrrnefnda hafði betur, 2-0.
,,Já þetta var mjög erfitt. Þetta voru ótrúlegar þrjár vikur þar sem við vorum að undirbúa úrslitaleikinn,“ sagði Pochettino.
,,Við vorum svo súrir með hvernig við töpuðum. Það var mjög slæmt. Ég líki þessu við sumarið 2002 þegar við gerðum jafntefli við Svíþjóð og töpuðum gegn Englandi í riðlakeppni HM.“
,,Það gerðist á einni viku. Sem þjálfari og sem leikmaður þá voru þetta verstu augnablik ferilsins.“
,,Ég fór frá Madríd til Barcelona daginn eftir. Ég eyddi 10 dögum heima hjá mér og vildi ekki fara út. Þetta var svo erfitt því við vorum nálægt þessu.“