Þeir Sead Kolasinac og Mesut Özil léku ekki með Arsenal í gær sem tapaði 2-1 fyrir Lyon í æfingaleik.
Leikmennirnir lentu í óhugnanlegu atviki á fimmtudag er vopnaðir menn réðust að bifreið Özil í London.
Kolasinac kom liðsfélaga sínum til varnar en hann slóst við árásarmennina sem yfirgáfu vettvang stuttu síðar.
Unai Emery, stjóri Arsenal, ákvað að senda leikmennina tvo heim og tóku þeir ekki þátt í verkefninu.
Emery greindi frá því að hugur tvímenningana væri annars staðar þessa stundina og að það væri best að þeir myndu ekki taka þátt.
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal en Moussa Dembele tryggði svo Lyon sigur með tvennu.