Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson eða Gummi Ben er að opna skemmtistað. Mannlíf greinir frá þessu í dag.
Gumnmi Ben birti athyglisverða Twitter-færslu í gær þar sem hann skrifaði „Soon“ og sýnir merki nýja staðarins.
Mannlíf greinir frá því að staðurinn verði opnaður um miðjan ágúst en um sportbar er að ræða.
Gummi Ben er sjálfur fyrrum knattspyrnumaður en hefur gert það gott í fjölmiðlum eftir að skórnir foru í hilluna.
Staðurinn verður opnaður þar sem skemmtistaðurinn Húrra var áður til húsa og mun bera nafnið Gummi Ben bar.
Hér má sjá færslu hans í gær.
Soon ? pic.twitter.com/5ebnjbbaC1
— Gummi Ben (@GummiBen) 28 July 2019