Ryan Shawcross, leikmaður Stoke City, verður frá í dágóðan tíma eftir leik við Leicester City í gær.
Shawcross og félagar undirbúa sig fyrir komandi tímabil í næst efstu deild á Englandi en hann er fyrirliði liðsins.
Shawcross fótbrotnaði í leiknum í gær en eftir að hafa tæklað boltann þá lenti hann illa.
Ljóst er að Shawcross verður lengi frá vegna þessara meiðsla og spilar ekkert á þessu ári.
Við vörum við myndbandinu en fótbrotið má sjá hér.
Here’s why shawcross is trending ? pic.twitter.com/0hNgmDuLla
— TalkativeNaijaNG (@Talkative9jaNG) 27 July 2019