Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, gat brosað í kvöld en hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir sigur á ÍA.
Valsmenn eru nú í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur kvöldsins en liðið hafði betur, 2-1 á Akranesi.
Óli var mjög sáttur eftir sigurinn en Valur spilar svo við Ludogorets í Búlgaríu á fimmtudag í Evrópudeildinni. Liðið er á leið út í nótt.
,,Þetta var mjög mikilvægur sigur, hann hleypur okkur aðeins hærra og það er bara geggjað,“ sagði Óli við Stöð 2 Sport.
,,Ég er ánægður með alla sigra en þessi sigur var illa nauðsynlegur gegn geggjuðu Skagaliði og völlurinn var frábær.“
,,Nú hittumst við klukkan þrjú í nótt og leggjum af stað. Það er fínt að komast aðeins til útlanda, mér skilst að það sé hitabylgja þarna og allir fá lit og svona. Þetta verður erfiður leikur samt.“