Valur er komið í fjórða sæti Pepsi Max-deildar karla eftir leik gegn ÍA í 14. umferð sumarsins.
Valsmenn hafa verið að taka við sér undanfarnar vikur og unnu sterkan 2-1 útisigur á Akranesi.
Patrick Pedersen reyndist hetja Vals í sigrinum í kvöld en hann gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu sem var dæmd á Arnar Má Guðjónsson.
KR styrkti stöðu sína á toppnum á sama tíma en liðið var í engum vandræðum með lið Fylkis.
KR er með tíu stiga forskot eftir 4-1 sigur á Fylki í kvöld en Breiðablik á leik til góða í öðru sætinu.
ÍA 1-2 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson(16′)
1-1 Hallur Flosason(25′)
1-2 Patrick Pedersen(víti, 69′)
Fylkir 1-4 KR
0-1 Pablo Punyed(5′)
0-2 Arnþór Ingi Kristinsson(35′)
0-3 Kristinn Jónsson(39′)
1-3 Orri Sveinn Stefánsson(66′)
1-4 Tobias Thomsen(90′)