fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Jói Kalli orðinn virkilega pirraður – Er dæmt með ‘stóru liðunum’?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. júlí 2019 21:26

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kvartaði yfir dómgæslunni eftir leik gegn Val á Akranesi í kvöld.

Valur vann 2-1 útisigur á ÍA en sigurmark liðsins kom af vítapunktinum eftir að Arnar Már Guðjónsson hafði verið dæmdur brotlegur.

Jói Kalli var eki ánægður með þann vítaspyrnudóm og segir að Valsararnir hafi fengið gjöf frá dómara leiksins.

,,Mér fannst Valsararnir fá tvö gefins mörk, við gáfum þeim fyrsta og svo fengu þeir eitthvað víti upp úr klafsi sem mér fannst aldrei vera víti,“ sagði Jói Kalli við Stöð 2 Sport.

,,Mér finnst alltof auðvelt fyrir dómarana að dæma víti fyrir þessi svokölluðu stóru lið landsins og það er virkilega að fara í taugarnar á mér.“

,,Eftir þessa gjöf sem við réttum Völsurum er þeir komust yfir þá komum við öflugir til baka og jöfnuðum verðskuldað. Það var kraftur í okkur allan tímann og ég er ekki sáttur við þessi úrslit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Í gær

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja