fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Carragher skildi aldrei af hverju Liverpool keypti þennan leikmann

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. júlí 2019 21:50

Jamie Carrager og Gary Neville / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nefnt þau kaup sem hann skildi aldrei er hann var hjá félaginu.

Carragher áttaði sig aldrei á því af hverju Liverpool keypti Robbie Keane frá Tottenham undir stjórn Rafa Benitez árið 2008.

Keane átti ekki góða dvöl á Anfield en hann skoraði aðeins fimm mörk í 19 leikjum fyrir liðið áður en hann sneri aftur til Tottenham.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá skildi ég aldrei af hverju við fengum Robbie Keane til að byrja með,“ sagði Carragher.

,,Hann var toppleikmaður fyrir Tottenham en tímabilið áður þá var Steven Gerrard í tíunni og Fernando Torres uppi á topp.“

,,Við notuðum það sama fyrri hluta tímabils og ég held að Stevie hafi lagt upp 20 mörk.“

,,Við vorum með Torres. Þegar við keyptum Keane þá hugsaði ég: ‘af hverju að breyta þessu?’ – fólk sagði að það væri hægt að færa Stevie aftar en hann var að spila vel þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Í gær

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja