fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
433Sport

Carragher skildi aldrei af hverju Liverpool keypti þennan leikmann

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. júlí 2019 21:50

Jamie Carrager og Gary Neville / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nefnt þau kaup sem hann skildi aldrei er hann var hjá félaginu.

Carragher áttaði sig aldrei á því af hverju Liverpool keypti Robbie Keane frá Tottenham undir stjórn Rafa Benitez árið 2008.

Keane átti ekki góða dvöl á Anfield en hann skoraði aðeins fimm mörk í 19 leikjum fyrir liðið áður en hann sneri aftur til Tottenham.

,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá skildi ég aldrei af hverju við fengum Robbie Keane til að byrja með,“ sagði Carragher.

,,Hann var toppleikmaður fyrir Tottenham en tímabilið áður þá var Steven Gerrard í tíunni og Fernando Torres uppi á topp.“

,,Við notuðum það sama fyrri hluta tímabils og ég held að Stevie hafi lagt upp 20 mörk.“

,,Við vorum með Torres. Þegar við keyptum Keane þá hugsaði ég: ‘af hverju að breyta þessu?’ – fólk sagði að það væri hægt að færa Stevie aftar en hann var að spila vel þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans

Þessir eru tilnefndir til besta stjórans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áfall í baráttunni um Grealish

Áfall í baráttunni um Grealish
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum

Myndband: Danskar bullur gengu berserksgang í Reykjavík – Lúskruðu á íslenskum áhorfendum
433Sport
Í gær

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu

Eiginkonan sögð gefa ýmislegt í skyn með þessari myndbirtingu
433Sport
Í gær

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn

Breiðablik í flottum málum eftir fyrri leikinn
433Sport
Í gær

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð

Nýliðarnir sækja reynslumikinn markvörð
433Sport
Í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær

Átti afar jákvætt samtal við United í gær