Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur nefnt þau kaup sem hann skildi aldrei er hann var hjá félaginu.
Carragher áttaði sig aldrei á því af hverju Liverpool keypti Robbie Keane frá Tottenham undir stjórn Rafa Benitez árið 2008.
Keane átti ekki góða dvöl á Anfield en hann skoraði aðeins fimm mörk í 19 leikjum fyrir liðið áður en hann sneri aftur til Tottenham.
,,Ef ég á að vera hreinskilinn þá skildi ég aldrei af hverju við fengum Robbie Keane til að byrja með,“ sagði Carragher.
,,Hann var toppleikmaður fyrir Tottenham en tímabilið áður þá var Steven Gerrard í tíunni og Fernando Torres uppi á topp.“
,,Við notuðum það sama fyrri hluta tímabils og ég held að Stevie hafi lagt upp 20 mörk.“
,,Við vorum með Torres. Þegar við keyptum Keane þá hugsaði ég: ‘af hverju að breyta þessu?’ – fólk sagði að það væri hægt að færa Stevie aftar en hann var að spila vel þarna.“