fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Eigandinn bauð upp á sprengju og segir Benitez ljúga: Hann er gráðugur og peningarnir skiptu öllu máli

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafael Benitez er gráðugur og yfirgaf Newcastle því hann vildi fá risalaun – þetta segir eigandi félagsins, Mike Ashley.

Benitez hefur margoft kvartað yfir því að fá ekki pening til leikmannakaupa en sagði alltaf að félagið, Newcastle, kæmi fyrst og svo allt annað.

Ashley er hins vegar ekki sammála því að það hafi verið hugsunarháttur Benitez sem gerði samning við Dalian Yifang í Kína í sumar.

,,Ef þú horfir á það sem hann sagði þá myndirðu halda að knattspyrnufélagið kæmi fyrst, svo Rafa og svo peningarnir,“ sagði Ashley.

,,Ég myndi segja að þetta hafi snúist um peningana, Rafa og svo félagið. Hann valdi auðveldu leiðina, hann tók peningana og fór til Kína.“

,,Ég er vonsvikinn með þá ákvörðun. Ég hefði skilið það ef hann hefði samið við Real Madrid aftur eða lið í topp sex í ensku úrvalsdeildinni.“

,,Þetta snerist hins vegar allt um peninga og það sem hann þurfti að gera var að segja það frá byrjun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma

Hákon Arnar allt í öllu í sigri Lille – Eggert Aron byrjaði og Elías Rafn tapaði gegn Roma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun