Það er útilokar að Liverpool kaupi miðjumanninn Philippe Coutinho í sumar en hann var seldur í fyrra.
Þetta segir Jurgen Klopp, stjóri liðsins en Coutinho samdi við Barcelona í byrjun síðasta árs.
Þar hefur gengið erfiðlega og er Coutinho orðaður sterklega við endurkomu til Englands.
,,Philippe Coutinho styrkir öll lið í heiminum, það er 100 prósent. Þetta snýst ekki um það,“ sagði Klopp.
,,Mér líkar vel við Phil, hann er frábær leikmaður en hann myndi kosta mikla, mikla, mikla, mikla, mikla, mikla peninga og þetta er ekki okkar ár til að gera það.“
,,Það er bara ekki möguleiki. Eins og ég sagði þá myndi hann bæta öll lið en ég vona að heppnin verði með honum hjá Barcelona.“