Mesut Özil, leikmaður Arsenal, lenti í hræðilegu atviki í dag en hann var staddur í London á Englandi.
Tveir glæpamenn réðust að Özil sem sat í bifreið sinni og þurfti Þjóðverjinn að hlaupa burt enda mennirnir vopnaðir hníf.
Özil getur þakkað fyrir það að hann hafi verið með bosníska bakverðinum Sead Kolasinac.
Kolasinac reyndi allt til að verja liðsfélaga sinn en hann slóst við einn af mönnunum aðeins vopnaður hnefunum.
Özil komst inn á veitingstað stuttu síðar en árásarmennirnir yfirgáfu vettvanginn fljótt eftir hetjulega framkomu Kolasinac.
Viðskiptamaðurinn Azuka Alintah var staddur á svæðinu og sá atvikið. Hann ræddi við the Daily Mail.
,,Özil leit út fyrir að vera dauðhræddur eins og allir væru eftir að hafa verið eltir af mönnum vopnaðir hníf,“ sagði Alintah.
,,Það var eins og hann væri að hlaupa fyrir lífi sínu og ég býst við að hann hafi verið að því.“
Myndband af Kolasinac slást við einn af mönnunum má sjá hér.
Mesut Ozil’s car got jumped, Kolasinac jumped out and laid the smackdown ?? pic.twitter.com/x5SiKGugZV
— Football Fights (@footbalIfights) July 25, 2019