Valur gerði gríðarlega svekkjandi jafntefli í Evrópudeildinni í kvöld er liðið spilaði við Ludogorets frá Búlgaríu.
Um var að ræða fyrri leik liðanna af tveimur og var leikið á gervigrasinu á Hlíðarenda.
Valur komst yfir snemma leiks en Lasse Petry skoraði þegar 11 mínútur voru búnar af leiknum.
Staðan var 1-0 þar til á 92. mínútu er Anicet Abel skoraði jöfnunarmark Ludogorets og ljóst að það er svekkjandi niðurstaða fyrir Val.
Stjarnan náði að halda hreinu gegn liði Espanyol frá Spáni fyrstu 45 mínúturnar á sama tíma.
Espanyol leikur í efstu deild á Spáni en sýndi klærnar í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk. Stjarnan er því 4-0 undir fyrir seinni leikinn hér heima.
Valur 1-1 Ludogorets
1-0 Lasse Petry(11′)
1-1 Anicet Abel(92′)
Espanyol 4-0 Stjarnan
1-0 Facundo Ferreyra(49′)
2-0 Facundo Ferreyra(57′)
3-0 Borja Iglesias(60′)
4-0 Borja Iglesias(68′)