Maurizio Sarri, stjóri Juventus, var pirraður á blaðamannafundi eftir leik gegn Inter Milan í dag.
Eins og flestir vita þá reykir Sarri sarri reglulega sígarettur og fer í gegnum allt að þrjá pakka á dag.
Blaðamaður fór í taugarnar á Sarri í dag en Ítalinn er kominn með nóg af spurningum um þennan sið sinn.
,,Þið sýnið meiri skilning hérna svo þetta er þægilegra. Bara til að gera hann ánægðan þá get ég sagt að ég hafi reykt, jafnvel í Singapore,“ sagði Sarri.
Blaðamaðurinn hélt áfram og spurði Sarri út í vindla, hvort hann hefði prófað að reykja kínverska vindla eða sígarettur.,
,,Segjum bara að ég sé að hætta að reykja. Ég er að hætta. Þetta er komið gott,“ svaraði Sarri og sagði manninum að hætta þessum spurningum.