Antoine Griezmann hefur staðfest það að hann var eitt sinn nálægt því að ganga í raðir Manchester United.
Þetta staðfesti Griezmann í samtali við Sky Sports en hann gekk nýlega í raðir Barcelona frá Atletico Madrid.
Frakkinn staðfesti þó áhuga frá United en sér þó ekkert eftir því að hafa haldið sig við Atletico á þeim tíma.
,,Það gerðist næstum því einu sinni en ég var ánægður þar sem ég var,“ sagði Griezmann við Sky Sports.
,,Ég hef skemmt mér mikið í La Liga og við erum með eitthvað sem enska úrvalsdeildin er ekki með – sólina.“