fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Frönsk goðsögn hraunaði yfir lögreglumenn: ,,Fátæklingar og aumingjar“

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska goðsögnin David Trezeguet komst í fréttirnar í morgun en hann var stöðvaður af lögreglunni á dögunum.

Trezeguet er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus á Ítalíu og hann býr í Turin þessa stundina.

Trezeguet var stöðvaður vegna hraðaksturs og er óhætt að segja að hann hafi ekki tekið vel í það.

Frakkinn var á leið heim eftir kvöld á veitingastað og var undir áhrifum áfengis.

,,Fátæklingar, þið þénið ekki einu sinni 2000 evrur. Þið eruð aumingjar,“ sagði Trezeguet við lögregluþjón.

Hann mun því missa bílprófið í dágóðan tíma en Trezeguet er fyrrum landsliðsmaður Frakklands og vann bæði HM og EM með landsliðinu.

Vinur Trezeguet var með honum í bílnum og ráðlagði félaga sínum að þykjast vera veikur svo að sjúkrabíll myndi mæta á svæðið. Hann hlustaði hins vegar ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona