Valur 0-3 Maribor
0-1 Spiro Pericic (42′)
0-2 Dino Hotic (60′)
0-3 Rok Kronaveter (víti, 86′)
Valur er í hræðilegri stöðu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið lék við Maribor frá Slóveníu í kvöld.
Maribor er eitt sterkasta lið Slóveníu og fór illa með Valsmenn á Hlíðarenda í kvöld.
Staðan var 1-0 eftir fyrri hálfleikinn en Valur fékk sín færi til að skora. Spiro Pericic gerði eina markið.
Þeir Dino Hotic og Rok Kronaveter bættu svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik og vann Maribor öruggan 3-0 sigur.
Íslandsmeistararnir eru því nánast úr leik í forkeppninni og þurfa á kraftaverki að halda á útivelli.