Það eru margir stuðningsmenn Arsenal sem vonast eftir því að varnarmaðurinn Shkodran Mustafi kveðji félagið í sumar.
Mustafi hefur alls ekki verið sannfærandi á Emirates síðan hann kom frá Valencia fyrir 35 milljónir punda.
Mustafi virtist hafa gefið það í skyn í gær að hann væri á förum. Hann breytti aðeins aðgangi sínum á Instagram.
Áður mátti sjá mynd af Mustafi í treyju Arsenal og stóð fyrir neðan: ‘leikmaður Arsenal.’
Það er hins vegar horfið af síðu Mustafi sem þykir gefa í skyn að hann sé nálægt því að fara.