Gabriel Jesus skoraði mikilvægt mark í gær er Brasilía og Perú áttust við í Copa America.
Um var að ræða úrslitaleik mótsins en Jesus skoraði annað mark Brassa í 3-1 sigri.
Hann fékk þó að líta rautt spjald í seinni hálfleik en framherjinn fékk sitt annað gula spjald og fór að hágráta.
Staðan var 2-1 fyrir Brössum er Jesus var rekinn útaf og óttaðist hann að hann yrði skúrkurinn með því að fá rauða spjaldið.
Brassar unnu þó leikinn að lokum en Jesus var óánægður með dóminn og tók reiði sína út á VAR.
Hann var nálægt því að eyðileggja einn VAR skjá en starfsfólk vallarins rétt náði að koma til bjargar.
Sjón er sögu ríkari.
Gabriel Jesús se fue caliente por la expulsión y ¡CASI TIRA EL VAR! pic.twitter.com/55K7nurxRg
— TyC Sports (@TyCSports) 7 July 2019