Liverpool festi kaup á nýjum leikmanni á dögunum en um er að ræða hinn 17 ára gamla Sepp van den Berg.
Van den Berg er aðeins 17 ára gamall en hann kemur til Liverpool frá PEC Zwolle í Hollandi.
Þessi táningur hitti leikmenn Liverpool í fyrsta sinn í gær og hitti þá stjóra liðsins, Jurgen Klopp.
Klopp var steinhissa er hann sá Van den Berg í fyrsta sinn og sagði: ‘Guð minn almáttugur, þú ert svo hávaxinn!’
Van den Berg er 189 sentímetrar á hæð en er enn að þroskast og gæti orðið stærri á næstu árum.
Myndir af þeim saman má sjá hér.