fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Gat ekkert hjá Manchester United en gefur Solskjær ráð fyrir tímabilið

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. júlí 2019 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur fengið ráð frá fyrrum leikmanni félagsins.

Leikmaðurinn er heldur umdeildur en um er að ræða Kleberson sem gat lítið sem ekkert á Old Trafford.

Kleberson er fertugur í dag en hann lék með United frá 2003 til 2005 og spilaði 20 leiki í deild. Hann stóðst aldrei væntingar eftir að hafa verið keyptur á risaupphæð á þeim tíma.

,,Þessa dagana þá eru allir að tala meira um fótbolta og um liðin,“ sagði Kleberson við YBC.

,,Það er erfitt að spá fyrir um það hversu langan tíma Ole þarf til að koma hlutunum í lag.“

,,Þegar hann kom fyrst inn þá fengu margir sjálfstraust og allt gekk eins og í sögu. Undir lokin byrjuðu hlutirnir hins vegar að fara úrskeiðis og það þarf að gera mikið.“

,,Fótboltinn hefur breyst mikið. Þú ert með fleiri njósnara, fleira starfsfólk og tölfræðin í kringum leikmennina er mun meiri.“

,,Þetta snýst allt um hvernig Ole hefur undirbúið sjálfan sig, ef hann er fullur sjálfstrausts þá getur hann byrjað vel. Þetta snýst allt um hvernig hann fer inn í tímabilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rooney þátturinn að hefjast

Rooney þátturinn að hefjast
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram