Knattspyrnuaðdáendur eru áhyggjufullir þessa stundina fyrir HM 2022 sem fer fram í Katar í fyrsta sinn.
Það hafa komið upp vandræði í Katar síðustu vikur en bjórinn í borginni virðist einfaldlega hafa klárast.
Undanfarnar tvær vikur hefur enginn bjór verið fluttur til Katar og er erfitt að fá einn kaldan á hótelum sem og á öðrum stöðum.
Rætt var við nokkra íbúa borgarinnar en einnig má taka fram að þeir sem drekka áfengi á almannafæri eiga í hættu á að vera handteknir.
,,Þetta er ótrúlegt, þetta er að klárast alls staðar. Það virðist vera sem að ríkisstjórnin sé ákveðin í því að koma í veg fyrir drykkju og skemmtun,“ segir einn flugmaður búsettur í Katar.
,,Ef þeir koma þessu ekki í lag þá eigum við von á einu ömurlegasta heimsmeistaramóti sögunnar.“
Bjórinn í Katar er þá gríðarlega dýr en í janúar þá hækkaði innflutningsverðið um helming. Einn bjór er seldur á 11 pund eða um 1700 íslenskar krónur.