Paul Pogba er á förum frá Manchester United en þetta hefur umboðsmaður hans staðfest.
Mino Raiola ræddi við blaðamenn í dag og staðfesti það að Pogba væri í viðræðum við önnur félög.
Frakkinn vill ekki spila áfram með United en hann hefur leikið þar undanfarin þrjú ár.
Real Madrid og Juventus eru sögð hafa áhuga á að taka við miðjumanninum í sumar.
,,Það vita það allir að það er vilji Paul að fara annað, við erum að vinna í því,“ sagði Raiola.
,,Allir vita hvernig Paul líður. Alveg frá stjóranum og til eigandans, þeir vita hvað Pogba vill.“