Dele Alli, leikmaður Tottenham, er í sumarfríi þessa stundina en hann er staddur á Mykonos í Grikklandi.
Alli er 23 ára gamall miðjumaður en það leið yfir hann á ströndinni í Grikklandi vegna hita og áfengis.
Alli hellti aðeins of miklu áfengi í sig en hitinn í Grikklandi hjálpaði ekki og þurfti að bera hann burt.
Tveir menn þurftu að hjálpa Alli á fætur og koma honum aftur á hótelið. Hann er staddur í fríi með kærustu sinni.
Kærasta hans Ruby Mae reyndi að vekja Alli í dágóðan tíma en það mistókst fyrst til að byrja með.
Að lokum rankaði hann við sér og átti í erfiðleikum með að halda jafnvægi.
Myndir af þessu má sjá hér.