Lionel Messi, leikmaður Argentínu, var bálreiður í gær eftir tap liðsins gegn Brasilíu í undanúrslitum Copa America.
Brasilía hafði betur með tveimur mörkum gegn engu en þeir Gabriel Jesus og Roberto Firmino gerðu þau.
Messi hraunaði yfir dómara leiksins eftir tapið og segir að Brassarnir hafi ekki átt sigurinn skilið.
,,Þeir voru ekki betri en við. Þeir skoruðu mark snemma en svo áttum við að fá víti sem við fengum ekki,“ sagði Messi.
,,Þessir dómarar spjölduðu á mikið kjaftæði en þeir skoðuðu ekki einu sinni VAR, það er ótrúlegt.“
,,Þetta gerðist margoft í leiknum. Eftir smá snertingu þá dæmdu þeir með Brasilíu og þetta andskotans kjaftæði truflaði okkur í leiknum.“
,,Við þurfum að vona að knattspyrnusambandið geri eitthvað í þessum málum.“