fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Líkir Pedro við svikahrappinn í Brekkukotsannál: Hvernig fékk hann starf? – ,,Er hann ekki bara einhver svindlari?“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 20:53

Rui Faria og Jose Mourinho.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá er efni sem við mælum sterklega með en þar er farið yfir knattspyrnu á mjög skemmtilegan hátt.

Þátturinn er í umsjón Andra Gunnarssonar og Vilhjálms Freys en þeir ræða knattspyrnu í þættinum sem er yfirleitt vikulega.

Í nýjast þætti þeirra var þjálfarinn Pedro Hipolito ræddur en hann var látinn fara frá ÍBV á dögunum.

Pedro er mjög umdeildur hér á landi en hann stýrði áður Fram í næst efstu deild. Þar var gengið brösugt en hann fékk samt sem áður starf hjá ÍBV.

ÍBV gekk hörmulega undir stjórn Pedro í sumar og situr liðið í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Þeir Andri og Vilhjálmur ræða Pedro í þættinum en hann kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í íslenska boltann.

,,Það sem ég var að hugsa með hann. Mér datt í hug, ég las ekki bókina en hún var lesin fyrir mann í grunnskóla, Brekkukotsannáll eftir Laxnes,“ sagði Andri.

,,Þar var frægur óperusöngvari, Garðar Hólm og hann mætti bara á pöbbinn og var aðal stjarnan. Hann var syngjandi út um allan heim og svo kom í ljós að hann var enginn söngvari.“

,,Ég velti því fyrir mér hvort að Pedro sé bara einhver svindlari? Hann skilur eftir sig sviðna jörð, alls staðar þar sem hann kemur.“

,,Þetta er svo furðulegt dæmi. Hann nær að selja sig eins og Mourinho eða hver það var.“

Þar á Andri við að Pedro fékk víst meðmæli frá Rui Faria, fyrrum aðstoðarmanni Jose Mourinho sem er einn sigursælasti þjálfari heims.

Vilhjálmur bætir við hvort að Pedro sé ekki bara svikahrappur sem tókst að ljúga sig inn í starf hér heima.

,,Er þetta ekki bara svikahrappur? Bara einhver Nígeríusvindlari!“ sagði Vilhjálmur en það er stórt spurningamerki, hvernig Pedro fékk þessi störf til að byrja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum