Ferill Bojan Krkic er heldur athyglisverður en hann var eitt sinn talinn efnilegasti leikmaður heims.
Bojan lék 104 deildarleiki með Barcelona frá 2007 til 2011 áður en hann samdi við Roma á Ítalíu.
Þar gekk lítið upp og samdi Bojan við Stoke City árið 2014 en meiðsli hafa sett strik í reikninginn á Englandi.
Stoke reynir að selja leikmanninn þessa dagana en hann er 28 ára gamall og spilaði 21 deildarleik á síðustu leiktíð.
Bojan hefur nú fengið grænt ljós frá Barcelona á að æfa með félaginu en hann vill ekki snúa aftur til Englands.
Bojan vann Meistaradeildina með Barcelona á sínum tíma en hann er uppalinn hjá félaginu.
Stoke vill fá eina milljón evra fyrir Bojan sem spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2008.