Arjen Robben hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall í dag.
Robben staðfesti þetta sjálfur í dag en hann hefur átt gríðarlega farsælan feril sem leikmaður.
Robben lék með liðum á borð við Real Madrid og Chelsea og endaði ferilinn hjá Bayern Munchen.
Hann varð samningslaus í sumar og var búist við að hann myndi taka eitt tímabil hið minnsta í heimalandinu.
Vængmaðurinn hefur hins vegar ákveðið að kalla þetta gott og hefur sagt sitt síðasta sem leikmaður.