Varnarmaðurinn William Tesillo hefur fengið ljót skilaboð síðustu daga eftir leik við Síle í Copa America.
Tesillo reyndist skúrkur Kólumbíu gegn Síle í 8-liða úrslitum keppninnar er hann klikkaði á vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni sem Síle sigraði.
Tesillo og eiginkona hans hafa fengið morðhótanir síðan hann klikkaði á spyrnunni og er óttast um þeirra öryggi.
,,Já þetta er satt. Þau hafa sent konunni minni skilaboð og hún opinberaði þau,“ sagði Tesillo.
,,Þau gerðu það sama við mig en ég hef ekki opinberað neitt. Við treystum á Guð.“
Varnarmaðurinn klikkaði á fimmtu spyrnu Kólumbíu í vítakeppninni og tryggði Alexis Sanchez svo Síle sigur.