Svissnenska landsliðskonan Florijana Ismaili fannst látin í ánni Como á Ítalíu í dag en þetta hefur fengist staðfest.
Ismaili hefur verið týnd undanfarna þrjá daga en lík hennar fannst á norður Ítalíu í dag.
Ismaili er aðeins 24 ára gömul en hún var í fríi ásamt vinkonum sínum á Ítalíu.
Hún fannst í 204 metra dýpi en hún hafði skemmt sér í vatninu ásamt vinkonum sínum sem voru á sama svæði.
Ismaili var framherji og var fyrirliði Young Boys í Sviss. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2014.
Sorgin er mikil í Sviss þessa stundina en Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, sendi fjölskyldum og vinum Ismaili á meðal annars skilaboð á Twitter.
Ich bin tief geschockt über den Tod von Florijana Ismaili. Meine Familie und ich, möchten der Familie Ismaili und den Nahstehenden unser Beileid aussprechen. ???????❤️ pic.twitter.com/Dc27r4MnRo
— Xherdan Shaqiri (@XS_11official) 2 July 2019